Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum, birta tölulegar upplýsingar um frammistöðu viðkomandi borga í loftslagsmálum og setja markmið um enn betri frammistöðu. Aðild kaupstaðarins kallar á að kolefnissporið sé reiknað fyrir sveitarfélagið allt sem landfræðilegt svæði, auk útreikninga á kolefnisspori í eigin rekstri bæjarins.

Hlutverk Environice í samstarfinu er einkum að ráðleggja um aðferðafræði við útreikninginn og aðstoða við öflun tölulegra upplýsinga, markmiðssetningu, framsetningu og túlkun niðurstaðna.

Tiltækum tölum um kolefnisspor Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 2017 var skilað inn í gagnagátt GCMCE 11. júlí 2018 og tölum fyrir árið 2018 var skilað um svipað leyti sumarið 2019. Skila þarf þessum tölulegu upplýsingum árlega og er stefnt að því að þær verði fyllri með hverju árinu sem líður og uppfylli allar kröfur GCoM árið 2020.

Viðskiptavinur: Akureyrarkaupstaður

Áætlaður tímarammi: 2018-2020

Tengd útgáfa: