Haustið 2008 reiknaði Environice kolefnisspor garðyrkju á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Samband garðyrkjubænda.

Meginafurð verkefnisins var skýrsla um kolefnisspor íslenskrar garðyrkju með áherslu á þær tegundir sem njóta beingreiðslna skv. gildandi samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. lagt var mat á kolefnisspor hverrar tegundar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru. Skýrslunni fylgdi notendavænt reiknilíkan á Excel-formi sem gerir einstökum bændum kleift að reikna kolefnisspor búsins á hvert kíló framleiddrar matvöru, út frá upplýsingum um aðföng o.fl. sem þeir slá sjálfir inn í líkanið. Með líkaninu er einnig hægt að reikna ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum (endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu) sem miða að því að draga úr losun og auka kolefnisbindingu.

Viðskiptavinur: Samband garðyrkjubænda

Verklok: desember 2018

Tengd útgáfa: Skýrsla Environice um kolefnisspor garðyrkjunnar hefur ekki verið birt opinberlega.