Á fyrri hluta ársins 2019 hófst starfsfólk Environice handa við undirbúning útreikninga á kolefnisspori Suðurlands, en endanlegt verkskipulag og verksamningur lágu fyrir haustið 2019. Verkefnið hafði yfirskriftina Aðgerðaráætlun um loftlagsmarkmið Suðurlands og var hluti af Sóknaráætlun Suðurlands 2019. Hlutverk Environice í verkefninu var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnisspori landshlutans, afla tölulegra upplýsinga og leggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem miðar að því að minnka kolefnissporið, auk aðstoðar við framsetningu og túlkun niðurstaðna.

Verkefnið var í aðalatriðum sambærilegt verkefni sem Environice vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og lauk með útkomu skýrslu seint á árinu 2019.

Viðskiptavinur: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

Tímarammi: Vor 2019 fram í ársbyrjun 2020. (Lokaskýrslu skilað 17. apríl 2020).

Tengd útgáfa: