Environice hafði umsjón með mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu á austurbakka Affalls í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir framleiðslu á steypu og öðru unnu efni á svæðum í nánd við efnistökuna. Staðsetning námunnar er heppileg fyrir þéttbýliskjarna á Suðurlandi en afar mikil uppbygging hefur verið á Selfossi og í Hveragerði og hefur steypuframleiðsla úr efni úr Affalli verið mikilvægur liður í þeirri uppbyggingu. Þess ber að geta að ekki eru margir efnistökustaðir á Suðurlandi sem henta vel til steypuframleiðslu. Framkvæmd sem þessi fellur undir flokk A í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og er því matsskyld.

Fyrirtækið Hólaskarð ehf. sér um rekstur námunnar við Affall, en fyrirtækið varð til árið 2018 við sameiningu fyrirtækjanna Tak – Malbik ehf og Alexander Ólafsson ehf., sem bæði eiga sér áratugasögu í efnisvinnslu. Félagið er í eigu Steypustöðvarinnar ehf. Salome Hallfreðsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Environice, hafði yfirumsjón með matsvinnunni.

Matsvinnunni lauk með útgáfu álits Skipulagsstofnunar 30. nóvember 2021.

Viðskiptavinur: Hólaskarð ehf.
Áætlaður tímarammi: Verklok haustið 2021
Tengd útgáfa: Sjá gagnagrunn Skipulagsstofnunar