Environice vinnur að mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu á austurbakka Affalls í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir framleiðslu á steypu og öðru unnu efni á svæðum í nánd við efnistökuna. Staðsetning námunnar er heppileg fyrir þéttbýliskjarna á Suðurlandi en afar mikil uppbygging hefur verið á Selfossi og í Hveragerði og hefur steypuframleiðsla úr efni úr Affalli verið mikilvægur liður í þeirri uppbyggingu. Þess ber að geta að ekki eru margir efnistökustaðir á Suðurlandi sem henta vel til steypuframleiðslu. Framkvæmd sem þessi fellur undir flokk A í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og er því matsskyld.

Fyrirtækið Hólaskarð ehf. sér um rekstur námunnar við Affall, en fyrirtækið varð til árið 2018 við sameiningu fyrirtækjanna Tak – Malbik ehf og Alexander Ólafsson ehf., sem bæði eiga sér áratugasögu í efnisvinnslu. Félagið er í eigu Steypustöðvarinnar ehf. Salome Hallfreðsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Environice, hefur yfirumsjón með matsvinnunni.

Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið 2020 og liggja nú frammi til kynningar. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 18. maí 2020.

Viðskiptavinur: Hólaskarð ehf.

Áætlaður tímarammi: Frá hausti 2019 til ársloka 2020

Tengd útgáfa: Affall_matsáætlun_drög að tillögu_April2020