Í mars 2013 var Stefán Gíslason hjá Environice skipaður formaður verkefnisstjórnar 3. áfanga rammáætlunar til og með 25. mars 2017. Formaður verkefnisstjórnar er verkstjóri við gerð rammaáætlunar og talsmaður verkefnisstjórnar út á við.

Formennskan í verkefnisstjórninni er ekki ráðgjafarverkefni en tekur eins og nærri má geta drjúgan hluta af vinnutíma formannsins. Stærstum hluta vinnunnar lauk 26. ágúst 2016 þegar verkefnisstjórn skilaði endanlegri tillögu sinni til umhverfisráðherra.

Tímarammi: 25. mars 2013 – 25. mars 2017

Tengd útgáfa:
Lokaskýrsla verkefnisstjórnar 3. áfanga (26. ágúst 2016)

Sjá nánar á heimasíðu rammaáætlunar