Á útmánuðum 2009 vann Ragnhildur Helga Jónsdóttir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir starfssvæði Sorpsamlagsins Hulu, þ.e.a.s. svæðið frá Markarfljóti austur að Lómagnúpi. Þrjú sveitarfélög eiga aðild að þessari svæðisáætlun, þ.e.a.s. Rangárþing eystra (að hluta), Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Viðskiptavinur: Sorpsamlagið Hula

Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu svæðisáætlunar 2009.

Tengd útgáfa: Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði byggðasamlagsins Hulu 2008 – 2020.