Efnistaka úr Hólabrú í Hvalfjarðarsveit hefur farið fram um áratugaskeið. Fyrirhuguð er áframhaldandi efnistaka á þessum slóðum næstu 20 árin. Efnismagn er áætlað um 2.000.000 m3 . Vegna umfangsins er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda sbr. lög nr. 106/2000. Svæðið hentar að mörgu leiti vel til efnistöku og gæði efnisins eru að auki mikil. Tilgangur með framkvæmd er að halda áfram núverandi efnistöku úr Hólabrú til að mæta efnisþörf til malbikunarframkvæmda, vegagerðar og mannvirkjagerðar í dag og til framtíðar. Markmiðið er að efnistakan fari fram í sem mestri sátt við umhverfið og að umhverfismatið hjálpi til við að svo megi verða.

Viðskiptavinur: Tak-Malbik og Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar.

Áætlaður tímarammi: Verkefni lokið með útgáfu endanlegrar matskýrslu í júní 2009.

Tengd útgáfa: 

Álit Skipulagsstofnunar (1. júlí 2009)

Endanleg matsskýrsla (júní 2009)

Frummatsskýrsla (janúar 2009)

Tillaga að matsáætlun (mars 2008)

Drög að tillögu að matsáætlun (febrúar 2008)