Í ársbyrjun 2010 gaf Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst út ritið Umhverfismál í innkaupavagninum, en þar er á ferðinni aðgengilegt fræðslurit fyrir starfsmenn og stjórnendur verslana um það hvernig þeir geta stuðlað að umhverfisvernd og um leið bætt ímynd verslananna. Stefán Gíslason hjá Environice er einn þriggja höfunda ritsins, en auk hans unnu þær Hafdís Anna Bragadóttir og Lára Jóhannsdóttir að málinu. Magnús Valur Pálsson annaðist grafíska hönnun og Emil B. Karlsson hafði umsjón með útgáfunni.

Viðskiptavinur: Rannsóknasetur verslunarinnar við Háskólann á Bifröst

Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu fræðslurits í ársbyrjun 2010

Tengd útgáfa: Umhverfismál í innkaupavagninum