Í ársbyrjun 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Dalabyggðar fyrir óvirkan úrgang á Krossholti í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 9. september 2015. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í Krosslæk á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice sér um sýnatökuna, kemur sýnum til greiningar og tekur saman skýrslur um niðurstöðurnar, auk þess að vera Dalabyggð til ráðgjafar um hvaðeina sem varðar umhverfisþætti í tengslum við rekstur urðunarstaðarins. Samningur Environice við Dalabyggð felur einnig í sér sambærilega vöktun á aflögðum urðunarstað í landi Fjósa í útjaðri Búðardals. Þar er fylgst reglulega með stöðu grunnvatns og tekin sýni til efnagreininga annað hvort haust í samræmi við fyrirmæli Umhverfisstofnun um frágang og vöktun staðarins, dags. 11. júní 2014.

Viðskiptavinur: Dalabyggð

Tímarammi: Árleg sýnataka og mælingar á stöðu grunnvatns tvisvar á ári (frá 2016).

Tengd útgáfa: Starfsleyfi, eftirlitsskýrslur og fyrirmæli um frágang og vöktun