Í morgun kynnti matvælaráðherra og samstarfsfólk hennar í matvælaráðuneytinu nýja aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, en áætlunin er byggð á drögum sem Environice vann fyrir ráðuneytið á síðasta vetri. Áætlunin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og í henni er í fyrsta sinn sett markmið um hlutdeild lífrænnar ræktunar. Stefnt er að því að árið 2040 verði 10% af öllu landbúnaðarlandi á Íslandi komið með lífræna vottun. Í áætluninni eru síðan tilgreindar allmargar aðgerðir sem eiga að stuðla að því að þetta markmið náist.

Aðgerðaáætlunin hefur verið sett í Samráðsgátt stjórnvalda, og þar er hægt að senda inn umsagnir til og með 5. janúar 2024.

Nánari upplýsingar um aðgerðaáætlunina má finna á heimasíðu matvælaráðuneytisins og þar er einnig hægt að nálgast streymi frá kynningunni í morgun.