Vefsíðan 2020.is (tuttugututtugu.com) hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál í boði Environice. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma.

Stefán Gíslason er ritstjóri og ábyrgðarmaður 2020.is, en auk hans vann Birgitta Stefánsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur, um tíma að efnisöflun og pistlaskrifum fyrir síðuna. Stefán ritstýrði á sínum tíma „Orðum dagsins“ á heimasíðu Staðardagskrár 21 á Íslandi. Vefsíðan 2020.is hefur sama megintilgang og „Orð dagsins“, þ.e. að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Fræðsla er forsenda þekkingar – og þekking er forsenda framfara í umhverfismálum.

2020.is er óháð vefsíða og eingöngu fjármögnuð af Environice. Þar af leiðandi hefur uppfærsla síðunnar verið „víkjandi verkefni“ sem legið hefur niðri á annatímum.

Vefsíðan 2020.is