Haustið 2018 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild. Samkvæmt samningnum fólst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum voru greindir möguleikar á annars vegar samdrætti í losun kolefnis og hins vegar á mótvægisaðgerðum sem mögulegt væri að grípa til í landshlutanum.

Verkefnið var áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshluta fyrir árin 2018 og 2019. Með verkefninu vildi SSNV stíga mikilvægt fyrsta skref í átt að markvissri kolefnisjöfnun svæðisins sem með tímanum skapi tækifæri sem koma til með að styrkja byggð í landshlutanum.

Viðskiptavinur: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV)

Tímarammi: Samningur undirritaður 16. október 2018. Verklok haust 2019.

Tengd útgáfa: Kolefnisspor Norðurlands vestra (lokaskýrsla)