Verkefni: Efnistaka úr Stóru-Fellsöxl hefur farið fram um áratugaskeið og er fyrirhugað að halda henni áfram næstu 20 árin. Þar sem áætlað efnismagn er allt að 1.200 þús. m3, er framkvæmdin háð lögum nr. 106/200o um mat á umhverfisáhrifum. Staðsetning námunnar hentar vel, bæði vegna nálægðar við iðnaðarsvæðið á Grundartanga og þéttbýlið á Akranesi. Tilgangur með framkvæmd er að halda áfram núverandi efnistöku á Stóru-Fellsöxl, til að mæta efnisþörf til vegagerðar, byggingaframkvæmda og fyrir lagnasand. Áformað er að nýta til fulls það efni sem eftir er á svæðinu og er markmiðið að efnistakan fari fram í sem mestri sátt við umhverfið og er tilgangur umhverfismatsins að svo megi verða.

Viðskiptavinur: Hvalfjarðarsveit

Áætlaður tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu endanlegrar matskýrslu í mars 2010.

Tengd útgáfa:

Álit Skipulagsstofnunar (21. apríl 2010)

Endanleg matsskýrsla (mars 2010)

Frummatsskýrsla (desember 2009)

Tillaga að matsáætlun (desember 2008)

Drög að tillögu að matsáætlun (nóvember 2008)