Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma vinnu við efnagreiningar og ráðleggja um aðferðir til að koma skilaboðum um uppruna vörunnar á framfæri. Þess má geta að Stefán aðstoðaði Vottunarstofuna Tún á sínum tíma við þróun staðals fyrir sjálfbærar náttúrunytjar kalkþörunga.

Viðskiptavinur: Marigot á Írlandi

Tímarammi: Unnið eftir þörfum. Þunginn í verkinu var á útmánuðum 2014, en vinnan var enn í gangi á útmánuðum 2020.

Tengd útgáfa: Engin