Síðustu árin hefur Birna S. Hallsdóttir hjá Environice séð um kennslu í umhverfisfræðum fyrir nemendur í Tækniskóla Íslands, nánar tiltekið nemendur í vélstjórnar- og skipstjórnarnámi. Kennslan fer annars vegar fram í staðnámi og hins vegar í dreifnámi. Í náminu er fengist við ýmis helstu viðfangsefni á sviði umhverfismála, með sérstakri áherslu á málefni hafsins, svo sem olíumengun og áhrif loftslagsbreytinga.

Þess má geta að Birna vinnur einnig að námsefni fyrir framhaldsskóla um mengun hafsins.

Viðskiptavinur: Tækniskóli Íslands

Tímarammi: Tvö misseri á ári. Til og með vorsins 2019

Tengd útgáfa: