Frá því á árinu 2001 hefur Environice sinnt ýmsum norrænum verkefnum, ýmist beint fyrir Norrænu ráðherranefndina eða sem undirverktaki eða samstarfsaðili erlendra ráðgjafarfyrirtækja.

Á árunum 2001-2006 gegndi Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, hlutverki ritara fyrir tvær af fastanefnum Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfismál (ÄK-M), þ.e.a.s. vinnuhópinn um vörur og úrgang (PA-gruppen, (nú NAG-gruppen)) og vinnuhópinn um umhverfismiðaða vöruþróun (NMRIPP-gruppen, (nú HKP-gruppen)). Ritarastarfið fól í sér almenna umsýslu fyrir nefndirnar, þ.á.m. undirbúning funda, ritun fundargerða, samninga við verktaka og umsjón með fjárreiðum.

Starfið fyrir Norrænu ráðherranefndina hefur skapað tengsl við fjölmarga aðila sem vinna að umhverfismálum og sjálfbærri þróun á Norðurlöndunum og innan vébanda Evrópusambandsins. Í þessum hópi er einkum starfsfólk ráðuneyta og opinberra stofnana á sviði umhverfismála, en einnig tugir sérfræðinga við háskólastofnanir og ráðgjafafyrirtæki á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.

 

Dæmi um norræn verkefni (í smíðum):