Environice vinnur að mati á umhverfisáhrifum aukinnar urðunar á urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Urðunarstaðurinn hefur verið í rekstri frá því í desember 1998 og samkvæmt starfsleyfi er heimilt að urða þar allt að 15.000 tonnum af úrgangi á ári. Vegna aukningar á magni úrgangs til urðunar hefur stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. ákveðið að sækja um nýtt starfsleyfi sem veiti heimild til urðunar á allt að 25.000 tonnum á ári í núverandi urðunarrein. Þessi aukning urðunar fellur undir tölul. 11.02 og 13.01 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og skal því háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Vinnan við matið hófst í janúar 2019 og er áætlað að henni ljúki á árinu 2020.

Drög að tillögu að matsáætlun voru lögð fram til kynningar í febrúar 2019, endanleg tillaga var tilbúin í apríl og var afgreidd í Skipulagsstofnun í ágúst. Frummatsskýrsla var afgreidd í stjórn Sorpurðunar Vesturlands í mars 2020 og var þá send Skipulagsstofnun til meðferðar, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Viðskiptavinur: Sorpurðun Vesturlands hf.

Áætlaður tímarammi: Verkið hófst í janúar 2019, verklok haustið 2020.

Tengd útgáfa: Fíflholt_matsáætlun_tillaga_20. febrúar 2019