Environice sér um umhverfisvöktun á nokkrum urðunarstöðum. Staðirnir eru heimsóttir reglulega (mánaðarlega eða einu sinni til tvisvar á ári eftir umfangi), gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli sigvatns, tekin sýni úr grunnvatni, sigvatni og jarðvegi í samræmi við ákvæði starfsleyfis, sýnum komið til greiningar og gerð skýrsla um niðurstöður og aðrar athuganir. Í einhverjum tilvikum hefur Environice einnig aðstoðað við þróun umhverfismarkmiða fyrir urðunarstaðina, gert áhættumat og viðbragðsáætlanir, leiðbeint við gerð verkferla, séð um útstreymisbókhald o.fl. Þá hefur fyrirtækið gjarnan aðstoðað rekstraraðila urðunarstaðanna í samskiptum þeirra við Umhverfisstofnun.

Dæmi um verkefni: