Rætt um sjálfbæra ferðaþjónustu á málþingi í Færeyjum

Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi Fróðskaparseturs Færeyja (Háskóla Færeyja) sem haldið var í Þórshöfn 24. maí sl. Pallborðið hafði yfirskriftina „CERTIFICATION AND PROTECTION OF NATURE“ og var stýrt af Óluvu Zachariasen, sjónvarpskonu hjá Kringvarpi Færeyja. Í umræðunum gerði Stefán grein fyrir vinnu Environice við þróun sjálfbærnivottunar fyrir áfangastaði ferðamanna, svo og…