Kæru vinir

Á þessum síðasta degi ársins óskum við ykkur gleðilegs nýs árs, farsældar, góðrar heilsu og hamingju.
Árið 2021 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Environice, við fengum að taka þátt í mörgum ótrúlega spennandi verkefnum, færðum höfuðstöðvar okkar í sveitasæluna á Hvanneyri og svo bættist einn starfsmaður í hópinn í haust. Umhverfisvitund fyrirtækja á Íslandi virðist vera að margfaldast og er ótrúlega gaman að sjá hvað mörg fyrirtæki eru metnaðarfull í umhverfisstarfi sínu og hreinlega til fyrirmyndar. 
Við hlökkum til að sjá hvað árið 2022 hefur upp á að bjóða, vonandi færri fjarfundi, fleiri samverustundir og grænna samfélag.
Við þökkum öllum viðskiptavinum okkar fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða. 

Gleðilegt umhverfisvænt ár!
Starfsfólk Environice