Úrvinnslugjald á textíl?

Þann 17. febrúar sl. náðist samkomulag milli Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins um breytingar á rammatilskipun ESB um úrgang, sem m.a. fela í sér að tekin verður upp framlengd framleiðendaábyrgð á textíl. Reyndar er eftir að samþykkja þessar breytingar formlega til að þær taki gildi, en það ætti að vera nánast formsatriði fyrst búið er að ná…

Svæðisáætlun fyrir Austurland kynnt

Austurbrú vinnur að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi, en þau eru nú fjögur talsins. Áætlunin er unnin í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021,…

Svæðisáætlun fyrir Hornafjörð kynnt

Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna…

Fundað um úrgangsmál á Vestfjörðum

Framtíð úrgangsmála var til umræðu í fundaferð Stefáns Gíslasonar um norðanverða Vestfirði í gær, mánudag, en fundirnir voru skipulagðir af Vestfjarðastofu. Á fundi í Bolungarvík með sveitarstjórnarmönnum frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað var rætt um hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á svæðinu og farið yfir helstu tækifæri og ógnir sem fylgja slíku verkefni. Eftir það var fundað…