Fundað um úrgangsmál á Vestfjörðum

Framtíð úrgangsmála var til umræðu í fundaferð Stefáns Gíslasonar um norðanverða Vestfirði í gær, mánudag, en fundirnir voru skipulagðir af Vestfjarðastofu. Á fundi í Bolungarvík með sveitarstjórnarmönnum frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað var rætt um hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á svæðinu og farið yfir helstu tækifæri og ógnir sem fylgja slíku verkefni. Eftir það var fundað…