Mat á umhverfisáhrifum

Environice hefur sérhæft sig í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna efnistöku á landi. Hér að neðan má sjá stöðu einstakra verkefna, ásamt matsskýrslum og öðrum þeim skjölum sem gerð hafa verið opinber. Fyrirtækið hefur einnig aðstoðað aðila við umsóknir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku, óháð því hvort efnistakan er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Dæmi um…

Umhverfislegar álitsgerðir

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ að beiðni mismunandi aðila, oftast í formi stuttra minnisblaða þar sem dregnir eru fram helstu umhverfisþættir og áhrif þeirra. Dæmi um slíkar álitsgerðir má sjá á verkefnasíðunum sem vísað er í hér að neðan. Álitsgerðir af þessu tagi eru iðulega bundnar trúnaði og því ekki birtar opinberlega. Það á m.a. við…

Norræn verkefni

Frá því á árinu 2001 hefur Environice sinnt ýmsum norrænum verkefnum, ýmist beint fyrir Norrænu ráðherranefndina eða sem undirverktaki eða samstarfsaðili erlendra ráðgjafarfyrirtækja. Á árunum 2001-2006 gegndi Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, hlutverki ritara fyrir tvær af fastanefnum Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfismál (ÄK-M), þ.e.a.s. vinnuhópinn um vörur og úrgang (PA-gruppen, (nú NAG-gruppen)) og vinnuhópinn um umhverfismiðaða vöruþróun (NMRIPP-gruppen, (nú…