Umhverfismati Skorholtsnámu lokið

Þann 18. maí sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna umhverfismatsskýrslu sem Environice vann fyrir BM Vallá vegna efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Þar með er umhverfismatinu formlega lokið, en matið er nauðsynleg forsenda þess að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar geti gefið út framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi vinnslu efnis úr námunni. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun…

Tillaga að matsáætlun fyrir hræbrennsluofn á Strönd

Environice vinnur með Sorpsamlagi Rangárvallasýslu bs. að mati á umhverfisáhrifum brennsluofns fyrir dýraleifar á urðunarstað samlagsins á Strönd á Rangárvöllum. Drög að tillögu að matsáætlun liggja nú fyrir og gefst almenningi kostur á að koma á framfæri athugasemdum við þau fram til 21. febrúar 2020. Eftir þann tíma verður tillaga að matsáætlun send Skipulagsstofnun til…

Umhverfisskýrsla landsáætlunar um innviði til umsagnar

Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu. Drög að landsáætluninni og…

Mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr Hörgá lokið

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Hörgá, en vinna við matið hefur staðið yfir tvö síðustu ár. Verkefnið markar ákveðin tímamót, þar sem þetta mun í fyrsta skipti hérlendis sem unnið er sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr svo löngum árfarvegi og í landi svo margra jarða. Efnistaka úr árfarvegi hefur jafnan áhrif bæði fyrir…