Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi Fróðskaparseturs Færeyja (Háskóla Færeyja) sem haldið var í Þórshöfn 24. maí sl. Pallborðið hafði yfirskriftina „CERTIFICATION AND PROTECTION OF NATURE“ og var stýrt af Óluvu Zachariasen, sjónvarpskonu hjá Kringvarpi Færeyja. Í umræðunum gerði Stefán grein fyrir vinnu Environice við þróun sjálfbærnivottunar fyrir áfangastaði ferðamanna, svo og…
Í dag birtist 800. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni 2020.is, sem Environice hefur haldið úti frá því í ágúst 2012. Vefsíðan hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál, þar sem fylgt er þeirri meginreglu að hvert innlegg sé ekki meira en 15 línur sem fela í sér útdrátt úr nýrri eða nýlegri umhverfisfrétt, sem ekki hefur birst…
Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu. Drög að landsáætluninni og…
Á dögunum kom út ný norræn skýrsla um vottun fyrir söfnun á notuðum textílvörum, en Environice hefur unnið að því síðustu mánuði ásamt þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun slíks varnings til endurvinnslu og annarrar endurnýtingar. Þörfin fyrir vottun af þessu tagi stafar m.a. af því að víða erlendis safna einkaaðilar notuðum…
Lífhagkerfið er útskýrt á aðgengilegan hátt í bæklingi sem kom út í vikunni og var lagður fram á ráðstefnunni „Úrgangur í dag – auðlind á morgun“ sem haldin var í Reykjavík á miðvikudag. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið gefa bæklinginn út, en Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice tóku saman efnið í bæklinginn og skrifuðu…
Norræna ráðherranefndin gaf á dögunum út lokaskýrslu Norræna lífhagkerfisverkefnisins (NordBio) sem hrint var af stokkunum á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014. Hrafnhildur Bragadóttir og Stefán Gíslason hjá Environice ritstýrðu skýrslunni og bjuggu hana til prentunar, en Environice aðstoðaði einnig við undirbúning og stjórnun lokaráðstefnu NordBio-verkefnisins sem haldin var í Hörpu í byrjun október 2016.…
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa gefið út Menningarstefnu Vesturlands, sem unnin var á vordögum 2016. Birgitta Stefánsdóttir og Stefán Gíslason hjá Environice aðstoðuðu við gerð stefnunnar, en hlutverk þeirra fólst einkum í undirbúningi íbúafunda, fundarstjórn og úrvinnslu í samstarfi við sérstakan ráðgjafarhóp sem SSV skipaði til verksins. Menningarstefnu Vesturlands er ætlað að mynda grunn fyrir…
Þann 1. desember birtist 600. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni http://2020.is, sem Environice opnaði í lok ágúst 2012. Vefsíðan hefur þann megintilgang að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann…
Norðurlandabúar nota sífellt meira af fötum og öðrum textílvörum og meirihlutinn af þessum varningi endar í ruslinu af notkun lokinni. Environice vinnur nú að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum…
Environice vann á síðasta ári verkefni í samstarfi við Loftslagshóps Norrænu Ráðherranefndarinnar undir nafninu „Global Weirding“ eða hnattræn skrítnun. Verkefnið miðar að því að auka áhuga ungs fólks á Norðurlöndum á afleiðingum loftslagsbreytinga. Verkefnið var í tveimur hlutum, annars vegar voru gerð stutt myndbönd með grínistum frá öllum Norðurlöndunum sem unnin voru af Environice og…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.