Áramótakveðja Environice

Kæru vinir Á þessum síðasta degi ársins óskum við ykkur gleðilegs nýs árs, farsældar, góðrar heilsu og hamingju.Árið 2021 hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Environice, við fengum að taka þátt í mörgum ótrúlega spennandi verkefnum, færðum höfuðstöðvar okkar í sveitasæluna á Hvanneyri og svo bættist einn starfsmaður í hópinn í haust. Umhverfisvitund fyrirtækja á…

Nýtt verkefni um þjónustu í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í…

Umhverfisvinna lögreglunnar á Vesturlandi hefst

Á dögunum var undirritaður samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri, sbr. tilmæli stjórnvalda og ákvæða í 5. gr. c. Í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012. Environice mun því vinna náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll ofangreind atriði. Um gríðarstórt verkefni er að…

LBHÍ tekur þátt í Grænum skrefum og setur sér loftslagsstefnu

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur ákveðið að taka þátt í verkefni Umhverfisstofnunnar Græn skref en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Environice mun aðstoða Landbúnaðarháskólann í þessu mikilvæga verkefni, auk þess að aðstoða skólann við mótun loftslagsstefnu, en samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum…

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga opnuð

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga var opnuð í dag. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði umsjón með gerð verkfærakistunnar, sem var unnin fyrir styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og í samráði við Umhverfisstofnun sem mun sjá um reksturinn. Environice annaðist verkefnisstjórn samkvæmt samningi við sambandið, sá um textagerð að miklu leyti, hannaði losunarreikni og réð verktaka til að sjá…

Inga Lóa gengin til liðs við Environice

Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, eða Inga Lóa, hóf störf hjá Environice í vikunni. Inga Lóa er alin upp í Borgarfirði og útskrifaðist í vor með BSc-gráðu í Náttúru og Umhverfisfræði (B.Sc.) frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Inga Lóa mun sinna fjölbreyttum verkefnum á nýja vinnustaðnum, m.a. hafa yfirsýn yfir framkvæmdir sem þurfa að fara í mat á…

Ný upplýsingasíða um loftslagsmál

Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.  Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.  Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald,…

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið…

Tillaga að matsáætlun fyrir efnistöku í Skorholti

Environice vinnur með B.M. Vallá ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Áætluð efnistaka er um 2,5 milljónir rúmmetra og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Nú liggja fyrir drög að tillögu að matsáætlun vegna…