Kolefnisspor Vesturlands 2024

Í júní 2025 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið felur í sér endurmat og uppfærslu á fyrri útreikningum af sama tagi sem Environice vann fyrir SSV á árunum 2020-2021 og verður unnið á sambærilegan hátt hvað aðferðir og efnistök varðar. Megintilgangur verkefnisins er að skapa nýjan grunn…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum

Environice vinnur með Vestmannaeyjabæ að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árin 2025-2036. Verkið hófst af fullum krafti í desember 2024 og lýkur væntanlega í vetrarbyrjun 2025 með staðfestingu Bæjarstjórnar Vestmannaeyja á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að…

Umhverfismat sorporkuvers á Strönd

Uppi eru áform um að koma upp sorporkustöð með orkuvinnslu (sorporkuveri) á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra. Stöðin verður sett upp í samvinnu Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. (hér eftir nefnd SOR) og fleiri aðila í samræmi við samstarfssamning sem gerður verður. Uppsett afl stöðvarinnar verður 1MW til að byrja með og er áætlað að orkan…

Umhverfisstarf Lögreglunnar á Vesturlandi

Fulltrúar Lögreglunnar á Vesturlandi og Environice við upphaf samstarfsins í árslok 2021. Environice hefur aðstoðað embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi við umbætur í umhverfisstarfi embættisins. Embættið vill vera í fararbroddi í umhverfismálum og hefur sett saman öflugt umhverfisteymi starfsfólks á öllum sex starfsstöðvum embættisins. Innleiðing grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu hafa verið meginstefin í samstarfi Environice…

Umhverfismat fiskvegar í Hvítá

Uppi eru áform um að útbúa fiskveg í jarðgöngum við hlið Barnafoss til að gera Hvítá fiskgenga ofan við fossinn. Með þessu opnast möguleiki á að nýta búsvæði Norðlingafljóts, sem rennur í Hvítá nokkru ofar, fyrir laxfiska og byggja þar upp sjálfbæran laxastofn. Þar með stækka náttúruleg búsvæði fyrir lax og þannig stuðlar framkvæmdin að…

Sorpurðun Vesturlands

Frá því vorið 2005 hefur Stefán Gíslason séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Vöktun við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði

Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og…

Kolefnisspor Akureyrar

Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum,…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um…