Líparítvinnsla í landi Litlasands, Hvalfjarðarsveit

Sementsverksmiðja var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Helstu hráefnin í sementsframleiðslunni voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr námum í Hvalfirði. Líparítnámurnar í Hvalfirði eru í raun þrjár en umhverfismatið náði eingöngu til einnar þeirra, þ.e. námu 3. Hún er staðsett í austanverðu Miðsandsárgili (í Litlasandslandi) í Hvalfjarðarsveit. Grjót var numið úr námu 3 í…

Staðardagskrá 21

Á árunum 1998-2009 stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið sameiginlega að verkefni til að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) í samræmi við ályktanir heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992. Þetta samstarf hófst haustið 1998 í framhaldi af samkomulagi aðila frá því í mars sama ár. Stefán Gíslason…

Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar

Vorið 2009 kom út Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar. Stefán Gíslason hjá Environice vann efnið í handbókina að frumkvæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og með stuðningi Starfsmenntaráðs. Bókin er skrifuð sem leiðarvísir og uppflettirit fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi, með það að markmiði að nýtast annars vegar sem námsefni á námskeiðum fyrir starfsfólk greinarinnar og hins vegar við stjórnun fyrirtækjanna…

Hreinn ávinningur

Haustið 2005 vann Stefán Gíslason hjá Environice efni í bæklinginn „Hreinn ávinningur. Hvaða valkostir eru í boði í umhverfisvottun á Íslandi?“ Bæklingurinn var unninn fyrir Samtök atvinnulífsins, Umhverfisfræðsluráð, Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins. Þarna er að finna yfirlit yfir þær umhverfisvottanir sem íslensk fyrirtæki höfðu aðgang að á þessum tíma og byggjast á óháðri úttekt þriðja…

Umhverfisvottun í ferðaþjónustu

Á árinu 2000 vann Stefán Gíslason hjá Environice ítarlega skýrslu fyrir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) um umhverfisvottun í ferðaþjónustu. Í skýrslunni var gefið yfirlit yfir helstu vottunarkerfi á þessu sviði, og settar fram ráðleggingar varðandi þau kerfi sem helst myndu henta aðilum í ferðaþjónustu á Íslandi. Viðskiptavinur: Samtök ferðaþjónustunnar Tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu skýrslunnar í maí 2000 Tengd…

Efnistaka í landi Stóru-Fellsaxlar, Hvalfjarðarsveit

Verkefni: Efnistaka úr Stóru-Fellsöxl hefur farið fram um áratugaskeið og er fyrirhugað að halda henni áfram næstu 20 árin. Þar sem áætlað efnismagn er allt að 1.200 þús. m3, er framkvæmdin háð lögum nr. 106/200o um mat á umhverfisáhrifum. Staðsetning námunnar hentar vel, bæði vegna nálægðar við iðnaðarsvæðið á Grundartanga og þéttbýlið á Akranesi. Tilgangur með…

Efnistaka í landi Hólabrúar, Hvalfjarðarsveit

Efnistaka úr Hólabrú í Hvalfjarðarsveit hefur farið fram um áratugaskeið. Fyrirhuguð er áframhaldandi efnistaka á þessum slóðum næstu 20 árin. Efnismagn er áætlað um 2.000.000 m3 . Vegna umfangsins er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda sbr. lög nr. 106/2000. Svæðið hentar að mörgu leiti vel til efnistöku og gæði efnisins eru að auki mikil. Tilgangur…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæði Sorpsamlagsins Hulu

Á útmánuðum 2009 vann Ragnhildur Helga Jónsdóttir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir starfssvæði Sorpsamlagsins Hulu, þ.e.a.s. svæðið frá Markarfljóti austur að Lómagnúpi. Þrjú sveitarfélög eiga aðild að þessari svæðisáætlun, þ.e.a.s. Rangárþing eystra (að hluta), Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Viðskiptavinur: Sorpsamlagið Hula Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu svæðisáætlunar 2009. Tengd útgáfa: Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á starfssvæði byggðasamlagsins Hulu 2008 –…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Langanesbyggð

Á árinu 2007 vann Ragnhildur Helga Jónsdóttir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Langanesbyggð. Langanesbyggð varð til við sameiningu Skeggjastaðahrepps (Bakkafjarðar) og Þórshafnarhrepps. Skeggjastaðahreppur var aðili að svæðisáætluninni fyrir Austurland. Sá grunnur var notaður við gerð svæðisáætlunar fyrir hið nýja sveitarfélag, en upplýsingum frá Þórshafnarhreppi bætt við og heildarniðurstöður og áætlanir samræmdar. Viðskiptavinur: Langanesbyggð. Áætlaður tímarammi: Verkefninu lauk með útgáfu…

Möguleikar í jarðgerð lífræns úrgangs

Starfsmenn UMÍS ehf. Environice í samvinnu við Almennu verkfræðistofuna að úttekt á möguleikum í jarðgerð lífræns úrgangs fyrir sveitarfélög á Suðurlandi, Suðvesturlandi, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Þessi vinna var hluti af stærra verkefni í tengslum við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á svæðinu frá Markarfljóti í austri að Gilsfirði í norðri sem VGK-Hönnun fór með yfirumsjón með. Þessi vinna…