Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice vann við skrif og heimildaöflun fyrir Aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum fyrir tímabilið 2015-2020. Environice var ráðgefandi við innihald og stefnumótun og vann með aðgerðahóp borgarfulltrúa. Þráðurinn var svo tekinn upp að nýju veturinn 2018-2019. Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg Tímarammi (fyrri hluti): Verkið hófst í apríl 2014 og lauk með samþykkt borgarstjórnar í janúar 2016…

Kolefnisspor garðyrkjunnar

Haustið 2008 reiknaði Environice kolefnisspor garðyrkju á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Samband garðyrkjubænda. Meginafurð verkefnisins var skýrsla um kolefnisspor íslenskrar garðyrkju með áherslu á þær tegundir sem njóta beingreiðslna skv. gildandi samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. lagt var mat á kolefnisspor hverrar tegundar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru. Skýrslunni…

Umhverfismat stefnumarkandi landsáætlunar

Environice aðstoðaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umhverfismat Stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Matið var unnið í samræmi við ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsáætlunin fjallar um það hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í grennd við ferðamannastaðir, leiðir og svæði. Áætlunin er til tólf ára…

Kolefnisspor laxeldis

Árið 2018 reiknaði Environice kolefnisspor laxeldis á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Landssamband fiskeldisstöðva, en verkefnið var að stórum hluta fjármagnað með styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis. Markmið verkefnisins var að reikna kolefnisspor laxeldis á Íslandi með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum og útbúa notendavænt reiknilíkan sem gerir einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor sitt og ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum.…

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Vorið 2018 veitti Environice umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að aðstoða verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar, svo sem með því að afla upplýsinga, setja fram og þróa tillögur um aðgerðir, leggja lauslegt…

Úrgangsáætlanir

Hjá Environice er til staðar mikil þekking á úrgangsmálum. Grunnurinn að þessari þekkingu var lagður á árunum 1985-1997 þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfaði sem sveitarstjóri á Hólmavík. Þar lét hann úrgangsmál mjög til sín taka. Síðustu árin hafa aðrir starfsmenn UMÍS ehf. Environice einnig sérhæft sig í vaxandi mæli í úrgangsmálunum og stýrt nokkrum verkefnum á…

Vottun og umhverfismerki

Environice aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í viðleitni þeirra til að fá umhverfisvottun fyrir vörur, þjónustu eða landsvæði. Fyrirtækið hefur einnig liðsinnt stjórnvöldum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum við uppbyggingu og viðhald vottunarkerfa og veitt almenningi og smærri fyrirtækjum ráðgjöf um innkaup á umhverfismerktum vörum og þjónustu. Starfsmenn Environice hafa m.a. aðstoðað Norrænu ráðherranefndina við stefnumótun fyrir Norræna svaninn…

Kolefnisspor sauðfjárræktar

Árið 2017 aðstoðaði Environice Landssamtök sauðfjárbænda við útreikning á kolefnisspori sauðfjárræktarinnar í landinu. Verkefnið var liður í að ná markmiði samtakanna um að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnishlutlaus árið 2027. Hlutverk Environice í þessari samvinnu var að greina þau tækifæri sem sauðfjárbú hafa til að draga úr nettólosun, hvort sem það verður gert með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis,…

Nordic Textile Commitment

Environice vann að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum söfnunaraðilum á Norðurlöndunum, m.a. hjá H&M í Noregi. Vottunarkerfið verður valkvætt og er ætlað þeim aðilum á Norðurlöndunum sem fást við…

NordBio

NordBio er skammstöfun fyrir Nordic Bioeconomy, eða Norræna lífhagkerfið, en svo nefnist þriggja ára norræn samstarfsáætlun sem íslensk stjórnvöld höfðu forgöngu um að hrinda af stað árið 2014. Markmið Norræna lífhagkerfisins var að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda og styrkja norræna samvinnu á því sviði. Áhersla var lögð á að draga…