Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2022-2024. Tilgangurinn með verkefninu er að draga verulega úr því magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…

Äldre folk och klimat

Environice stýrir verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið, en verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir Norrænu ráðherranefndina. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið styður einni við framkvæmd verkefnisins, auk þess sem Háskóli þriðja aldursskeiðsins (U3A) kom að undirbúningi þess. Verkefnið gengur út á að efla samstarf…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

Environice aðstoðar sveitarfélög á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri, við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Áætlunargerðin er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn…

Aðgerðaáætlun um lífræna framleiðslu

Þann 14. september 2022 undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu. Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðausturlandi

Environice hefur tekið að sér að vinna svæðisáætlun fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja…

Þjónusta í stað vöru

Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í stað…

Vöktun við urðunarstað í Fíflholtum

Stefán Gíslason hefur um margra ára skeið séð um sýnatöku og mælingar við urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands hf. í Fíflholtum á Mýrum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi og er tilgangur félagsins móttaka, urðun og förgun úrgangs. Urðunarstaðurinn í Fíflholtum starfar skv. starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og er sýnatakan hluti af innra eftirliti sem…

Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri

Í mars 2022 samdi Samband íslenskra sveitarfélaga við Environice um sérfræðiráðgjöf vegna verkefnisins Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku, sem er eitt þriggja verkefna undir hattinum Hækkum rána í úrgangsmálum sem styrkt er af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og unnið í samstarfi við Umhverfisstofnun. Hlutverk Environice í verkefninu felur m.a. í sér eftirfarandi verkþætti: Einfalt mat…

Mat á umhverfisáhrifum efnistöku í landi Skorholts

Haustið 2019 tók Environice að sér mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir malarefni og annað unnið efni á svæðum umhverfis efnistökuna. Allt unnið efni úr námunni er notað sem fylliefni í steinsteypu. Efnistaka hefur verið stunduð í Skorholtsnámu allt frá árinu 1954. Mat…

Loftslagsdagurinn 2022

Stefán Gíslason hjá Environice sá um fundarstjórn á Loftslagsdeginum 3. maí 2022. Umhverfisstofnun stóð fyrir þessum degi, ásamt nokkrum samstarfsstofnunum, í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um loftslagsmál á skiljanlegan hátt til almennings og á milli sérfræðihópa. Dagurinn var hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál. Loftslagsdagurinn var haldinn í…