Í árslok 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Borgarbyggðar fyrir óvirkan úrgang við Bjarnhóla ofan við Borgarnes. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 16. apríl 2016. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í nærliggjandi læk annað hvort ár og send til efnagreiningar. Environice sér…
Í árslok 2023 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands eystra, en samtökin höfðu þá fengið það hlutverk að leggja til svæðisáætlun í loftlagsmálum fyrir landshlutann í samræmi við sameiginlegt markmið aðildarsveitarfélaganna. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnisspori…
Iceland held the chairmanship of the Nordic Council of Ministers 2023, and on that occasion, the Ministry of the Environment, Energy, and Climate, in co-operation with the Ministry of Social Affairs and Labor Market, initiated a Nordic project with the main goal of mapping and strengthening the work of older people in the Nordic countries…
Sumarið 2023 óskaði framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs eftir því að Environice tæki að sér að leggja mat á ferla sjóðsins varðandi úrvinnslu drykkjarferna og svara ýmsum álitaefnum í tengslum við þessa ferla. Ákvörðun um að framkvæma mat af þessu tagi kom í kjölfar opinberrar umfjöllunar fyrr á árinu þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila…
Environice aðstoðaði sveitarfélög á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri, við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Áætlunargerðin er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn…
Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa annars vegar falist í útreikningum fyrir heila landshluta og hins vegar fyrir einstakar búgreinar. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana. Kolefnisspor búgreina: Kolefnisspor eggja og kjúklinga…
Árið 2022 vann Environice um tíma að gerð svæðisáætlunar fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun…
Environice er fulltrúi Íslands í nýju þriggja ára verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um þjónustu í stað vöru (e. Product Service Systems (PSS)). Verkefnið er hluti af viðleitni Norðurlandanna til að verða sjálfbærasta svæði heimsins og fyrirmynd annarra í innleiðingu hringrásarhagkerfis. Tilgangur verkefnisins er að kanna og sýna fram á þann þátt sem sala á þjónustu í stað…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.