Elkem: Ráðgjöf um ETS

Environice hefur aðstoðað Elkem við ýmis verkefni sem lúta að kolefnisbókhaldi fyrirtækisins. Veturinn 2016-2017 hefur þessi vinna m.a. snúist um mat á því hvaða þýðingu nýting tréflísar sem kolefnisgjafa í stað kola hefur í kolefnisbókhaldinu. Áður hefur Environice m.a. aðstoðað Elkem við að kanna hvort fyrirtækið geti fengið úthlutað losunarheimildum í viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS) vegna…

Vöktunaráætlun United Silicon

Rekstraraðilar sem falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (EU Emission Trading System (EU ETS)) þurfa að hafa gilt losunarleyfi í samræmi við lög nr. 70/2012 um loftslagsmál. Til að fá losunarleyfi þarf rekstraraðili meðal annars að sýna fram á að hann sé fær um að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöð sinni og gefa um…

Upprunaábyrgðir raforku

Með samningi, dags. 12. október 2015, fól atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Environice að vinna greinargerð um upprunaábyrgðir raforku. Markmið verkefnisins var að gera úttekt á lagaumhverfi og áhrifum upprunaábyrgða raforku og fjalla á hlutlausan hátt um kosti, galla og helstu álitaefni sem lúta að útgáfu og sölu upprunaábyrgða. Upprunaábyrgð raforku (guarantee of origin, GO) má lýsa…

Menningarstefna Vesturlands

Environice vann á vordögum 2016 að þróun Menningarstefnu Vesturlands með Samtökum Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Haldnir voru fimm íbúafundir á Vesturlandi; í Dalabyggð, í Hvalfjarðarsveit, á Akranesi, í Borgarnesi og í Grundarfirði þar sem unnið var með íbúum að þróun stefnunnar. Undirbúningur fundanna, fundarstjórn og yfirumsjón var í höndum Stefáns Gíslasonar en Birgitta Stefánsdóttir sá að mestu um úrvinnslu…

Græn stefnumótun Norðurorku

Environice hefur aðstoðað Norðurorku við græna stefnumótun fyrir fyrirtækið og innra umhverfisstarf. Norðurorka er eitt 104 fyrirtækja sem undirrituðu loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar og skuldbatt sig þar með til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka úrgangsmagn og miðla þeim árangri sem næst í umhverfismálum. Environice hefur m.a. aðstoðað Norðurorku við gerð matskerfis fyrir verkefnahugmyndir, veitt ráðgjöf við…

Earth Check vottun Vestfjarða

Environice hefur aðstoðað Fjórðungssamband Vestfirðinga við undirbúning að vottun Vestfjarða, skv. alþjóðlegum staðli Earth Check fyrir samfélög, en verkefnið er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga í fjórðungnum. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og hafa Vestfirðir þegar staðist viðmið vottunarsamtakanna Earth Check, eða eru með öðrum orðum orðnir “Benchmarked” eins og það kallast á máli samtakanna. Stefnt…

Rammaáætlun 3. áfangi

Í mars 2013 var Stefán Gíslason hjá Environice skipaður formaður verkefnisstjórnar 3. áfanga rammáætlunar til og með 25. mars 2017. Formaður verkefnisstjórnar er verkstjóri við gerð rammaáætlunar og talsmaður verkefnisstjórnar út á við. Formennskan í verkefnisstjórninni er ekki ráðgjafarverkefni en tekur eins og nærri má geta drjúgan hluta af vinnutíma formannsins. Stærstum hluta vinnunnar lauk…

Kolefnisspor Landsnets

Environice hefur aðstoðað Landsnet við útreikning á kolefnisspori og önnur verk í tengslum við aðild Landsnets að loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar. Birna S. Hallsdóttir hefur verið leiðandi í þessari vinnu af hálfu Environice en hún er að öllum líkindum reyndasti sérfræðingur Íslands í útreikngum af þessu tagi. Í framhaldi af fyrstu kynningu á núverandi kolefnisspori og markmiðum…

Loftslagsmarkmið Félagsbústaða hf.

Á árinu 2016 hefur Environice aðstoðað Félagsbústaði hf. við útreikning á kolefnisspori og við markmiðssetningu í loftslagsmálum í framhaldi af aðild Félagsbústaða að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, undirritaði markmiðin 30.júní sl. og er hægt er að nálgast þau á heimasíðu fyrirtækisins. Á næstu vikum verður unnið áfram að umhverfistengdum úrbótum í innra starfi fyrirtækisins. Félagsbústaðir hf.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Á árinu 2015 aðstoðaði Environice sveitarfélög á Norðurlandi við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á svæðinu frá Hrútafirði í vestri austur á Melrakkasléttu. Verkið var unnið á grundvelli samnings milli sorpsamlaga á svæðinu frá 8. mars 2012. Á umræddu svæði eru samtals 18 sveitarfélög, sem hafa einsett sér að vinna saman að því að finna bestu…