Kolefnisspor Norðurlands vestra
Haustið 2018 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild. Samkvæmt samningnum fólst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum voru greindir möguleikar á annars vegar samdrætti í losun kolefnis og…