Earth Check vottun Vestfjarða

Environice hefur aðstoðað Fjórðungssamband Vestfirðinga við undirbúning að vottun Vestfjarða, skv. alþjóðlegum staðli Earth Check fyrir samfélög, en verkefnið er samstarfsverkefni allra sveitarfélaga í fjórðungnum. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og hafa Vestfirðir þegar staðist viðmið vottunarsamtakanna Earth Check, eða eru með öðrum orðum orðnir „Benchmarked“ eins og það kallast á máli samtakanna. Stefnt…

Rammaáætlun 3. áfangi

Í mars 2013 var Stefán Gíslason hjá Environice skipaður formaður verkefnisstjórnar 3. áfanga rammáætlunar til og með 25. mars 2017. Formaður verkefnisstjórnar er verkstjóri við gerð rammaáætlunar og talsmaður verkefnisstjórnar út á við. Formennskan í verkefnisstjórninni er ekki ráðgjafarverkefni en tekur eins og nærri má geta drjúgan hluta af vinnutíma formannsins. Stærstum hluta vinnunnar lauk…

Kolefnisspor Landsnets

Environice hefur aðstoðað Landsnet við útreikning á kolefnisspori og önnur verk í tengslum við aðild Landsnets að loftslagsyfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar. Birna S. Hallsdóttir hefur verið leiðandi í þessari vinnu af hálfu Environice en hún er að öllum líkindum reyndasti sérfræðingur Íslands í útreikngum af þessu tagi. Í framhaldi af fyrstu kynningu á núverandi kolefnisspori og markmiðum…

Loftslagsmarkmið Félagsbústaða hf.

Á árinu 2016 hefur Environice aðstoðað Félagsbústaði hf. við útreikning á kolefnisspori og við markmiðssetningu í loftslagsmálum í framhaldi af aðild Félagsbústaða að loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, undirritaði markmiðin 30.júní sl. og er hægt er að nálgast þau á heimasíðu fyrirtækisins. Á næstu vikum verður unnið áfram að umhverfistengdum úrbótum í innra starfi fyrirtækisins. Félagsbústaðir hf.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Á árinu 2015 aðstoðaði Environice sveitarfélög á Norðurlandi við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á svæðinu frá Hrútafirði í vestri austur á Melrakkasléttu. Verkið var unnið á grundvelli samnings milli sorpsamlaga á svæðinu frá 8. mars 2012. Á umræddu svæði eru samtals 18 sveitarfélög, sem hafa einsett sér að vinna saman að því að finna bestu…

Áform Silicor Materials

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar óskaði eftir því haustið 2014 að Environice legði óháð mat á fyrirliggjandi gögn um áform Silicor Materials um rekstur sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, einkum með það í huga hvort starfseminni fylgi umhverfisleg áhætta umfram það sem fram kom í fyrirspurn Silicor Materials til Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmdarinnar og í ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2014. Í ákvörðun Skipulagsstofnunnar…

Útvíkkun ETS-kerfisins

Á árinu 2015 vann Environice ásamt tveimur erlendum ráðgjafarstofum að úttekt á möguleikum þess að útvíkka viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (Emission Trading Scheme (ETS)) á Norðurlöndunum þannig að það næði til fleiri atvinnugreina en nú. Var sérstaklega horft til landflutninga í því sambandi. Verkið var unnið fyrir umhverfis- og efnahagshóp Norrænu ráðherranefndarinnar (MEG) og birtust…

Hnattræn skrítnun – What’s so funny about climate change?

Verkefnið Hnattræn skrítnun (e. Global Weirding) var unnið af Environice í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Mystery Iceland. Verkefnið miðaði að því að auka skilning ungs fólks á Norðurlöndunum á loftslagsbreytingum í aðdraganda COP-fundarins í Perú 2014. Verkefnið samanstóð af 10 myndbrotum þar sem 10 grínistar af öllum Norðurlöndunum (2 frá hverju landi) gerðu „grín að“ loftslagsbreytingum. Myndböndunum…

Evrópska nýtnivikan 2015

Nýtnivikan var haldin hátíðleg í Reykjavík fjórða árið í röð daganna 23.-29. nóvember 2015. Þema vikunnar að þessu sinni var Afefnisvæðing – að gera meira fyrir minna. Nýtnivikan er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Birgitta Stefánsdóttir aðstoðaði Reykjavíkurborg við utanumhald og skipulag dagskrár nýtnivikunnar. Viðskiptamaður: Reykjavíkurborg – Umhverfis- og úrgangsstjórnun Tímarammi: Júní – desember 2015 Tengd útgáfa:  Dagskrá vikunnar…

Sjálfbærnivottun áfangastaða ferðamanna

Á árunum 2011-2013 vann Stefán Gíslason að úttekt á möguleikum þess að þróa sérstakt norrænt kerfi til að votta sjálfbærni á áfangastöðum ferðamanna, en með áfangastað er í þessu samhengi oftast átt við samfélag sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn fólst í úttekt á tiltækum…