Kolefnisspor landshluta

Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa falist í útreikningum fyrir heila landshluta, sem gjarnan hafa verið hluti af sóknaráætlunum landshlutanna. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana fyrir landshlutasamtök og einstök sveitarfélög innan…

Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins er skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vann að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Álitsgerðir, minnisblöð og árangursmat

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ og minnisblöð að beiðni mismunandi aðila. Viðfangsefnin eru margvísleg en oftast er tilgangurinn sá að leggja grunn að vandaðri ákvörðanatöku. Þannig hafa til að mynda sveitarfélög fengið aðstoð við gerð umsagna um starfsleyfisumsóknir fyrirtækja og gerð athugasemda við mat á umhverfisáhrifum, svo eitthvað sé nefnt. Önnur verkefni hafa…

Úrgangsáætlanir

Hjá Environice er til staðar mikil þekking á úrgangsmálum. Grunnurinn að þessari þekkingu var lagður á árunum 1985-1997 þegar framkvæmdastjóri fyrirtækisins starfaði sem sveitarstjóri á Hólmavík. Þar lét hann úrgangsmál mjög til sín taka. Síðustu árin hafa stærstu verkefnin á þessu sviði snúist um aðstoð við gerð svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs, en fyrirtækið vann einnig…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum

Í nóvember 2023 var gengið frá samningi milli Environice og Fjórðungssambands Vestfirðinga um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Verkefnið byggir á samþykkt Fjórðungsþings haustið 2022 þess efnis að öll níu sveitarfélögin í fjórðungnum hyggist vinna sameiginlega að áætlunargerðinni. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í…

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Tilgangurinn með verkefninu var að draga verulega úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…

Umhverfisvöktun við urðunarstaði

Environice sér um umhverfisvöktun á nokkrum urðunarstöðum. Staðirnir eru heimsóttir reglulega (mánaðarlega eða einu sinni til tvisvar á ári eftir umfangi), gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli sigvatns, tekin sýni úr grunnvatni, sigvatni og jarðvegi í samræmi við ákvæði starfsleyfis, sýnum komið til greiningar og gerð skýrsla um niðurstöður og aðrar athuganir. Í einhverjum tilvikum…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hulusvæðinu

Environice vinnur með sveitarstjórnum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í sveitarfélögunum tveimur fyrir árin 2025-2036, en þessi sveitarfélög standa sameiginlega að byggðasamlaginu Hulu sem sér um úrgangsmálin á svæðinu. Verkið hófst í september 2024 og lýkur væntanlega sumarið 2025 með staðfestingu sveitarstjórnanna á endanlegri áætlun. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun…

Vöktun við urðunarstaði í Dalabyggð

Í ársbyrjun 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Dalabyggðar fyrir óvirkan úrgang á Krossholti í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 9. september 2015. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í Krosslæk á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice…