Fræðslurit og bæklingar

Starfsfólk Environice hefur tekið saman nokkrar skýrslur, fræðslurit og bæklinga um ýmislegt sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Á þessari síðu er að finna upplýsingar um helstu ritin sem birst hafa opinberlega. Hægt er að nálgast ritin á verkefnasíðunum hér að neðan. Dæmi um fræðslurit og bæklinga: Svanurinn og Umhverfismerki ESB – 18 góð dæmi frá litlum…

Mat á umhverfisáhrifum

Environice hefur sérhæft sig í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna efnistöku á landi. Hér að neðan má sjá stöðu einstakra verkefna, ásamt matsskýrslum og öðrum þeim skjölum sem gerð hafa verið opinber. Fyrirtækið hefur einnig aðstoðað aðila við umsóknir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku, óháð því hvort efnistakan er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Dæmi um…

Umhverfislegar álitsgerðir

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ að beiðni mismunandi aðila, oftast í formi stuttra minnisblaða þar sem dregnir eru fram helstu umhverfisþættir og áhrif þeirra. Dæmi um slíkar álitsgerðir má sjá á verkefnasíðunum sem vísað er í hér að neðan. Álitsgerðir af þessu tagi eru iðulega bundnar trúnaði og því ekki birtar opinberlega. Það á m.a. við…

Norræn verkefni

Frá því á árinu 2001 hefur Environice sinnt ýmsum norrænum verkefnum, ýmist beint fyrir Norrænu ráðherranefndina eða sem undirverktaki eða samstarfsaðili erlendra ráðgjafarfyrirtækja. Á árunum 2001-2006 gegndi Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, hlutverki ritara fyrir tvær af fastanefnum Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfismál (ÄK-M), þ.e.a.s. vinnuhópinn um vörur og úrgang (PA-gruppen, (nú NAG-gruppen)) og vinnuhópinn um umhverfismiðaða vöruþróun (NMRIPP-gruppen, (nú…

Sjálfbærnivottun áfangastaða ferðamanna

Á árunum 2011-2013 vann Stefán Gíslason að úttekt á möguleikum þess að þróa sérstakt norrænt kerfi til að votta sjálfbærni á áfangastöðum ferðamanna, en með áfangastað er í þessu samhengi oftast átt við samfélag sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn fólst í úttekt á tiltækum…

Vision för Svanen 2015

Í nóvember 2010 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn fram til ársins 2015, en Environice var annað tveggja norrænna ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoðaði ráðherranefndina við mótun framtíðarsýnarinnar. Sú vinna hófst sumarið 2009. Framtíðarsýninni fylgdi aðgerðaáætlun sem fól m.a. í sér nokkurn fjölda ráðgjafarverkefna þar sem rýnt skyldi í möguleika Svansins til að þróast í mismunandi…

Efnistaka úr farvegi Hörgár

Tilgangur efnistöku úr Hörgá er ekki eingöngu að vinna jarðefni til sölu, heldur einnig og ekki síður að sporna við landbroti af völdum árinnar með rennslisstýringu og verja þannig landbúnaðarland og mannvirki. Framkvæmd sem þessi fellur í flokk A undir tölulið 2.01 í viðauka 1 við lög nr. 106/2006 um mat á umhverfisáhrifum og er því undantekningarlaust matskyld, þar…

Staðardagskrá 21 á Akureyri

Akureyri var eitt af fyrstu sveitarfélögunum á Íslandi sem mótaði sér formlega stefnu um sjálfbæra þróun undir merkjum Staðardagskrár 21 í samræmi við samþykktir Ríóráðstefnunnar 1992. Veturinn 2012-2013 aðstoðaði Environice Akureyrarbæ við endurskoðun Staðardagskrárinnar, m.a. með því að undirbúa íbúafund á Akureyri 8. nóvember, stýra fundinum og vinna úr niðurstöðum hans. Útkoman úr þessu verki voru…

Landsáætlun um úrgang 2013 – 2024

Á árunum 2012-2013 vann Stefán Gíslason að Landsáætlun um úrgang til ársins 2024 sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (UAR). Hlutverk Stefáns var að ritstýra verkinu og leggja til sérfræðiþekkingu. Yfirumsjón verksins var í höndum þriggja manna starfshóps innan UAR. Viðskiptavinur: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Áætlaður tímarammi: Verkið var unnið á árunum 2012 – 2013 og lauk…

Successhistorier

Árið 2012 samdi Smásamfélagahópur Norrænu ráðherranefndarinnar við Environice um að taka saman góð dæmi frá litlum fyrirtækjum í fámennum byggðum á Norðurlöndunum sem fengið höfðu vottun norræna Svansins fyrir vöru sína eða þjónustu. Úr þessu varð hefti með 18 dæmisögum þar sem fulltrúar jafnmargra fyrirtækja röktu reynslu sína af Svaninum. Tilgangurinn með útgáfunni var að sýna…