Umhverfisvöktun við urðunarstaði

  Environice sér um umhverfisvöktun á nokkrum urðunarstöðum. Staðirnir eru heimsóttir reglulega (mánaðarlega eða einu sinni til tvisvar á ári eftir umfangi), gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli sigvatns, tekin sýni úr grunnvatni, sigvatni og jarðvegi í samræmi við ákvæði starfsleyfis, sýnum komið til greiningar og gerð skýrsla um niðurstöður og aðrar athuganir. Í einhverjum tilvikum…

Kennsla og námsefnisgerð

Starfsfólk Environice hefur tekið að sér margvísleg verkefni í kennslu og námsefnisgerð á sviði umhverfismála. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lauk námi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá HÍ vorið 1982 og starfaði eftir það sem skólastjóri í grunnskóla í 3 ár. Þessa menntun og reynslu tók hann með sér í umhverfismálin þar sem hann hefur öðru…

Fyrirlestrar, þáttagerð og greinaskrif

Á síðustu árum hefur starfsfólk Environice haldið fjöldann allan af fyrirlestrum við ólíklegustu tækifæri um hvaðeina sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Þessir fyrirlestrar hafa verið haldnir fyrir starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélög, Rotaryklúbba, opinberar stofnanir, hagsmunasamtök og kvennaklúbba, svo eitthvað sé nefnt. Í öllu þessu fyrirlestrahaldi hefur smám saman orðið til mikið safn af aðgengilegu efni, sem er í…

Evrópska nýtnivikan 2015

Nýtnivikan var haldin hátíðleg í Reykjavík fjórða árið í röð daganna 23.-29. nóvember 2015. Þema vikunnar að þessu sinni var Afefnisvæðing – að gera meira fyrir minna. Nýtnivikan er hluti af umhverfis- og auðlindastefnu Reykjavíkurborgar. Birgitta Stefánsdóttir aðstoðaði Reykjavíkurborg við utanumhald og skipulag dagskrár nýtnivikunnar. Viðskiptamaður: Reykjavíkurborg – Umhverfis- og úrgangsstjórnun Tímarammi: Júní – desember 2015 Tengd útgáfa:  Dagskrá vikunnar…

Fræðslurit og bæklingar

Starfsfólk Environice hefur tekið saman nokkrar skýrslur, fræðslurit og bæklinga um ýmislegt sem tengist umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Á þessari síðu er að finna upplýsingar um helstu ritin sem birst hafa opinberlega. Hægt er að nálgast ritin á verkefnasíðunum hér að neðan. Dæmi um fræðslurit og bæklinga: Svanurinn og Umhverfismerki ESB – 18 góð dæmi frá litlum…

Mat á umhverfisáhrifum

Environice hefur sérhæft sig í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna efnistöku á landi. Hér að neðan má sjá stöðu einstakra verkefna, ásamt matsskýrslum og öðrum þeim skjölum sem gerð hafa verið opinber. Fyrirtækið hefur einnig aðstoðað aðila við umsóknir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku, óháð því hvort efnistakan er matsskyld skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Dæmi um…

Umhverfislegar álitsgerðir

Environice hefur tekið saman nokkrar „Umhverfislegar álitsgerðir“ að beiðni mismunandi aðila, oftast í formi stuttra minnisblaða þar sem dregnir eru fram helstu umhverfisþættir og áhrif þeirra. Dæmi um slíkar álitsgerðir má sjá á verkefnasíðunum sem vísað er í hér að neðan. Álitsgerðir af þessu tagi eru iðulega bundnar trúnaði og því ekki birtar opinberlega. Það á m.a. við…

Norræn verkefni

Frá því á árinu 2001 hefur Environice sinnt ýmsum norrænum verkefnum, ýmist beint fyrir Norrænu ráðherranefndina eða sem undirverktaki eða samstarfsaðili erlendra ráðgjafarfyrirtækja. Á árunum 2001-2006 gegndi Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, hlutverki ritara fyrir tvær af fastanefnum Norrænu embættismannanefndarinnar um umhverfismál (ÄK-M), þ.e.a.s. vinnuhópinn um vörur og úrgang (PA-gruppen, (nú NAG-gruppen)) og vinnuhópinn um umhverfismiðaða vöruþróun (NMRIPP-gruppen, (nú…

Sjálfbærnivottun áfangastaða ferðamanna

Á árunum 2011-2013 vann Stefán Gíslason að úttekt á möguleikum þess að þróa sérstakt norrænt kerfi til að votta sjálfbærni á áfangastöðum ferðamanna, en með áfangastað er í þessu samhengi oftast átt við samfélag sem byggir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn fólst í úttekt á tiltækum…

Vision för Svanen 2015

Í nóvember 2010 samþykktu umhverfisráðherrar Norðurlandanna framtíðarsýn fyrir norræna umhverfismerkið Svaninn fram til ársins 2015, en Environice var annað tveggja norrænna ráðgjafarfyrirtækja sem aðstoðaði ráðherranefndina við mótun framtíðarsýnarinnar. Sú vinna hófst sumarið 2009. Framtíðarsýninni fylgdi aðgerðaáætlun sem fól m.a. í sér nokkurn fjölda ráðgjafarverkefna þar sem rýnt skyldi í möguleika Svansins til að þróast í mismunandi…