LBHÍ tekur þátt í Grænum skrefum og setur sér loftslagsstefnu

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur ákveðið að taka þátt í verkefni Umhverfisstofnunnar Græn skref en verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Environice mun aðstoða Landbúnaðarháskólann í þessu mikilvæga verkefni, auk þess að aðstoða skólann við mótun loftslagsstefnu, en samkvæmt lögum um loftslagsmál ber Stjórnarráði Íslands, ríkisstofnunum…

Græn skref og loftslagsstefna LBHÍ

Environice vinnur að því að aðstoða Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í verkefni Umhverfisstofnunar, Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Stofnanir sem taka þátt í þessu verkefni þurfa að fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref felur í…

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga opnuð

Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga var opnuð í dag. Samband íslenskra sveitarfélaga hafði umsjón með gerð verkfærakistunnar, sem var unnin fyrir styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og í samráði við Umhverfisstofnun sem mun sjá um reksturinn. Environice annaðist verkefnisstjórn samkvæmt samningi við sambandið, sá um textagerð að miklu leyti, hannaði losunarreikni og réð verktaka til að sjá…

Inga Lóa gengin til liðs við Environice

Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, eða Inga Lóa, hóf störf hjá Environice í vikunni. Inga Lóa er alin upp í Borgarfirði og útskrifaðist í vor með BSc-gráðu í Náttúru og Umhverfisfræði (B.Sc.) frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Inga Lóa mun sinna fjölbreyttum verkefnum á nýja vinnustaðnum, m.a. hafa yfirsýn yfir framkvæmdir sem þurfa að fara í mat á…

Ný upplýsingasíða um loftslagsmál

Í lok sumars var opnaður nýr fræðsluvefur um losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.  Birna Sigrún Hallsdóttir hjá Environice er höfundur síðunnar, en síðan var unninn með styrk frá Loftslagssjóði. Hönnun vefsins og forritun var í höndum Sigurðar Finnssonar, sjálfstætt starfandi á sviði tölvutækni.  Efni vefsins skiptist í fimm kafla: Losun gróðurhúsalofttegunda og losunarbókhald,…

Útreikningur á kolefnisspori

Environice hefur aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og önnur verk sem miða að því að ná yfirsýn yfir þá þætti í starfseminni sem stuðla að loftslagsbreytingum. Þetta hefur m.a. nýst fyrirtækjum sem undirritað hafa Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Hlutverk Environice í þessum verkefnum er einkum fólgið í: Söfnun upplýsinga um eldsneytisnotkun, aðra orkunotkun…

Verkfærakista sveitarfélaga

Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…

Frummatsskýrsla vegna efnistöku við Affall

Environice vinnur með Hólaskarði ehf. að mati á umhverfisáhrifum efnistöku við Affall í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Áætluð efnistaka er um 630.000 rúmmetrar og er framkvæmdin matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, með vísan í tölulið 2.01 og 13.01 í 1. viðauka laganna. Drög að tillögu að matsáætlun voru tilbúin vorið…

Kalkþörungar í matvælaframleiðslu

Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma…

Mat á umhverfisáhrifum hræbrennslu á Strönd

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi, með afkastagetu allt að 4.000 tonn á ári. Undanfarin ár hafa dýrahræ frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi farið til brennslu í…