Líparítvinnsla í landi Litlasands, Hvalfjarðarsveit

Sementsverksmiðja var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Helstu hráefnin í sementsframleiðslunni voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr námum í Hvalfirði. Líparítnámurnar í Hvalfirði eru í raun þrjár en umhverfismatið náði eingöngu til einnar þeirra, þ.e. námu 3. Hún er staðsett í austanverðu Miðsandsárgili (í Litlasandslandi) í Hvalfjarðarsveit. Grjót var numið úr námu 3 í…

Staðardagskrá 21

Á árunum 1998-2009 stóðu Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið sameiginlega að verkefni til að aðstoða íslensk sveitarfélög við að koma sér upp Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) í samræmi við ályktanir heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó 1992. Þetta samstarf hófst haustið 1998 í framhaldi af samkomulagi aðila frá því í mars sama ár. Stefán Gíslason…

Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar

Vorið 2009 kom út Handbók um umhverfismál ferðaþjónustunnar. Stefán Gíslason hjá Environice vann efnið í handbókina að frumkvæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og með stuðningi Starfsmenntaráðs. Bókin er skrifuð sem leiðarvísir og uppflettirit fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi, með það að markmiði að nýtast annars vegar sem námsefni á námskeiðum fyrir starfsfólk greinarinnar og hins vegar við stjórnun fyrirtækjanna…

Hreinn ávinningur

Haustið 2005 vann Stefán Gíslason hjá Environice efni í bæklinginn „Hreinn ávinningur. Hvaða valkostir eru í boði í umhverfisvottun á Íslandi?“ Bæklingurinn var unninn fyrir Samtök atvinnulífsins, Umhverfisfræðsluráð, Alþýðusamband Íslands og Samtök iðnaðarins. Þarna er að finna yfirlit yfir þær umhverfisvottanir sem íslensk fyrirtæki höfðu aðgang að á þessum tíma og byggjast á óháðri úttekt þriðja…

Umhverfisvottun í ferðaþjónustu

Á árinu 2000 vann Stefán Gíslason hjá Environice ítarlega skýrslu fyrir Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) um umhverfisvottun í ferðaþjónustu. Í skýrslunni var gefið yfirlit yfir helstu vottunarkerfi á þessu sviði, og settar fram ráðleggingar varðandi þau kerfi sem helst myndu henta aðilum í ferðaþjónustu á Íslandi. Viðskiptavinur: Samtök ferðaþjónustunnar Tímarammi: Verkinu lauk með útgáfu skýrslunnar í maí 2000 Tengd…

600 umhverfisfróðleiksmolar á 2020.is

Þann 1. desember birtist 600. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni http://2020.is, sem Environice opnaði í lok ágúst 2012. Vefsíðan hefur þann megintilgang að fræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun með einföldum og auðskildum hætti. Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann…

Nýtt vottunarkerfi á að tvöfalda söfnun á notuðum textílvörum

Norðurlandabúar nota sífellt meira af fötum og öðrum textílvörum og meirihlutinn af þessum varningi endar í ruslinu af notkun lokinni. Environice vinnur nú að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum…

Hnattræn skrítnun – hvað er svona fyndið við loftslagsbreytingar?

Environice vann á síðasta ári verkefni í samstarfi við Loftslagshóps Norrænu Ráðherranefndarinnar undir nafninu „Global Weirding“ eða hnattræn skrítnun. Verkefnið miðar að því að auka áhuga ungs fólks á Norðurlöndum á afleiðingum loftslagsbreytinga. Verkefnið var í tveimur hlutum, annars vegar voru gerð stutt myndbönd með grínistum frá öllum Norðurlöndunum sem unnin voru af Environice og…

Mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr Hörgá lokið

Environice hefur lokið við mat á umhverfisáhrifum efnistöku í Hörgá, en vinna við matið hefur staðið yfir tvö síðustu ár. Verkefnið markar ákveðin tímamót, þar sem þetta mun í fyrsta skipti hérlendis sem unnið er sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum efnistöku úr svo löngum árfarvegi og í landi svo margra jarða. Efnistaka úr árfarvegi hefur jafnan áhrif bæði fyrir…

Óskað eftir umsóknum um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í úrgangsmálum

Reykjavíkurborg óskar eftir umsögnum um drög að aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík. Birgitta Stefánsdóttir hjá Environice var einn af starsmönnum vinnuhóps Reykjavíkurborgar um áætlunina. Áætlunin mun gilda fyrir árin 2015 – 2020 og eru markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og auka endurnýtingu og endurvinnslu.Umsóknum skal skilað inn fyrir 3.júlí í gegnum heimasíðu borgarinnar.…