Í ársbyrjun 2019 var Stefán Gíslason skipaður formaður svæðisráða sem höfðu það hlutverk að vinna að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Austfirði og Vestfirði í samræmi við lög nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags og er skipað fulltrúum fjögurra ráðuneyta, þremur fulltrúum sveitarstjórna á viðkomandi svæði og fulltrúa Sambands íslenskra…
Environice hafði umsjón með mati á umhverfisáhrifum efnistöku úr malarnámu á austurbakka Affalls í landi Vorsabæjar í Rangárþingi eystra. Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta efnisþörf fyrir framleiðslu á steypu og öðru unnu efni á svæðum í nánd við efnistökuna. Staðsetning námunnar er heppileg fyrir þéttbýliskjarna á Suðurlandi en afar mikil uppbygging hefur verið á Selfossi…
Environice vinnur að því að aðstoða Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) í verkefni Umhverfisstofnunar, Græn skref. Verkefnið er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna sinna. Stofnanir sem taka þátt í þessu verkefni þurfa að fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref felur í…
Environice annaðist stjórn verkefnis sem gengur út á að útbúa verkfærakistu fyrir sveitarfélög sem vinna að stefnumótun í loftslagsmálum, sem hýst verður á vefsíðunni loftslagsstefna.is. Ingunn Gunnarsdóttir og síðar Salome Hallfreðsdóttur báru hitann og þungann af þessu verkefni af hálfu Environice. Verkfærakistan skiptist annars vegar í opinn ytri vef sem m.a. mun innihalda almennar upplýsingar…
Stefán Gíslason hjá Environice hefur aðstoðað Marigot, írskt móðurfélag Íslenska kalkþörungafélagsins, í málum sem snúa að notkun malaðra kalkþörunga í lífrænt vottaða sojamjólk og aðrar sambærilegar matvörur. Verkefnið snýst um að skerpa á skilgreiningum, túlka ákvæði íslenskra og erlendra staðla og reglugerða um lífræna framleiðslu, sjálfbærar náttúrunytjar og notkun ólífrænna efna í lífræna framleiðslu, samræma…
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar í áhættuflokki 1 og 2 frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi, með afkastagetu allt að 4.000 tonn á ári. Undanfarin ár hafa dýrahræ frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi farið til brennslu í…
Í maí 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er hluti af Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að afla tölulegra upplýsinga og reikna kolefnisspor svæðisins 2019 út frá þeim. Verkefnið var í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði…
Í lok mars 2020 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um útreikning á kolefnisspori landshlutans í heild, en verkefnið er liður í að ná því markmiði Sóknaráætlunar Vesturlands að draga úr losun kolefnis um 10% fram til ársins 2025. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu,…
Loftslagsdæmið er útvarpsþáttaröð sem Arnhildur Hálfdánardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, hefur unnið með stuðningi Loftslagssjóðs. Í verkefninu var fylgst með fjórum fjölskyldum sem settu sér það markmið markmið að minnka kolefnisspor heimilisins um fjórðung á tveggja mánaða tímabili. Á leiðinni leituðu fjölskyldurnar svara við ýmsum spurningum sem kviknuðu og í þáttunum tjá þær sig opinskátt um…
Sumarið 2020 samdi Environice við Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklingabænda um að reikna kolefnisspor eggjaframleiðslu og kjúklingaframleiðslu á Íslandi. Meginafurðir verkefnisins verða skýrslur um kolefnisspor hvorrar greinar um sig, reiknað í kg CO2-ígilda á hvert kg framleiddrar vöru, auk þess sem útbúin verða reiknilíkön á Excel-formi sem gera einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna,…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.