Í síðustu viku kynnti umhverfis- og auðlindaráðuneytið nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Áætlunin er unnin af sérstakri verkefnisstjórn, en Environice veitti faglega ráðgjöf við verkið. Ráðist var í gerð áætlunarinnar á síðasta vetri í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að…
Vorið 2018 veitti Environice umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að aðstoða verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar, svo sem með því að afla upplýsinga, setja fram og þróa tillögur um aðgerðir, leggja lauslegt…
Eins og flestir vita tekur karlalandslið Íslands þessa dagana þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hitt vita e.t.v. færri að áður en lagt var af stað var gengið frá samningum um kolefnisjöfnun á ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice átti hugmyndina að þessu og kolefnisjöfnunin var formlega staðfest á Bessastöðum 6. júní…
Environice aðstoðar fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í viðleitni þeirra til að fá umhverfisvottun fyrir vörur, þjónustu eða landsvæði. Fyrirtækið hefur einnig liðsinnt stjórnvöldum á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum við uppbyggingu og viðhald vottunarkerfa og veitt almenningi og smærri fyrirtækjum ráðgjöf um innkaup á umhverfismerktum vörum og þjónustu. Starfsmenn Environice hafa m.a. aðstoðað Norrænu ráðherranefndina við stefnumótun fyrir Norræna svaninn…
Stefán Gíslason, framkvæmdastjóri Environice, tók þátt í pallborðsumræðum á málþingi Fróðskaparseturs Færeyja (Háskóla Færeyja) sem haldið var í Þórshöfn 24. maí sl. Pallborðið hafði yfirskriftina „CERTIFICATION AND PROTECTION OF NATURE“ og var stýrt af Óluvu Zachariasen, sjónvarpskonu hjá Kringvarpi Færeyja. Í umræðunum gerði Stefán grein fyrir vinnu Environice við þróun sjálfbærnivottunar fyrir áfangastaði ferðamanna, svo og…
Í dag birtist 800. umhverfisfróðleiksmolinn á vefsíðunni 2020.is, sem Environice hefur haldið úti frá því í ágúst 2012. Vefsíðan hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál, þar sem fylgt er þeirri meginreglu að hvert innlegg sé ekki meira en 15 línur sem fela í sér útdrátt úr nýrri eða nýlegri umhverfisfrétt, sem ekki hefur birst…
Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum hefur verið lögð fram til kynningar, en unnið hefur verið að áætlunargerðinni undanfarna mánuði undir verkstjórn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Áætluninni fylgir umhverfisskýrsla sem unnin er samkvæmt ákvæðum laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Environice aðstoðaði ráðuneytið við þann hluta verksins sem laut að umhverfismatinu. Drög að landsáætluninni og…
Árið 2017 aðstoðaði Environice Landssamtök sauðfjárbænda við útreikning á kolefnisspori sauðfjárræktarinnar í landinu. Verkefnið var liður í að ná markmiði samtakanna um að íslensk sauðfjárrækt verði kolefnishlutlaus árið 2027. Hlutverk Environice í þessari samvinnu var að greina þau tækifæri sem sauðfjárbú hafa til að draga úr nettólosun, hvort sem það verður gert með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis,…
Á dögunum kom út ný norræn skýrsla um vottun fyrir söfnun á notuðum textílvörum, en Environice hefur unnið að því síðustu mánuði ásamt þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun slíks varnings til endurvinnslu og annarrar endurnýtingar. Þörfin fyrir vottun af þessu tagi stafar m.a. af því að víða erlendis safna einkaaðilar notuðum…
Environice vann að því með þremur öðrum norrænum ráðgjafarstofum að þróa nýtt vottunarkerfi fyrir söfnun á notuðum textílvörum, með það að markmiði að tvöfalda söfnunina á næstu 10 árum. Vottunarkerfið verður prófað hjá nokkrum söfnunaraðilum á Norðurlöndunum, m.a. hjá H&M í Noregi. Vottunarkerfið verður valkvætt og er ætlað þeim aðilum á Norðurlöndunum sem fást við…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.