Vöktun við urðunarstaði í Dalabyggð

Í ársbyrjun 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Dalabyggðar fyrir óvirkan úrgang á Krossholti í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 9. september 2015. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í Krosslæk á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice…

Umhverfisstarf Lögreglunnar á Vesturlandi

Fulltrúar Lögreglunnar á Vesturlandi og Environice við upphaf samstarfsins í árslok 2021. Environice hefur aðstoðað embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi við umbætur í umhverfisstarfi embættisins. Embættið vill vera í fararbroddi í umhverfismálum og hefur sett saman öflugt umhverfisteymi starfsfólks á öllum sex starfsstöðvum embættisins. Innleiðing grænna skrefa og mótun loftslagsstefnu hafa verið meginstefin í samstarfi Environice…

Vöktun við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði

Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og…

Kolefnisspor Akureyrar

Vorið 2018 gengu Environice og Akureyrarkaupstaður frá samkomulagi um ráðgjöf næstu misserin vegna útreikninga á kolefnisspori bæjarins. Verkefnið tengist vinnu Akureyrarkaupstaðar við að uppfylla kröfur Global Covenant of Mayors for Climate & Energy (GCoM), sem er sameiginleg yfirlýsing borgarstjóra um heim allan um vilja sinn til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, styrkja viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum,…

Svæðisáætlun fyrir Vestmannaeyjar kynnt

Vestmannaeyjabær vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Austurlandi

Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir. Í svæðisáætlun eiga m.a. að koma fram upplýsingar um…

Kolefnisspor landshluta

Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa falist í útreikningum fyrir heila landshluta, sem gjarnan hafa verið hluti af sóknaráætlunum landshlutanna. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana fyrir landshlutasamtök og einstök sveitarfélög innan…

Kolefnisspor Vestfjarða

Í október 2024 samdi Environice við Fjórðungssamband Vestfirðinga um útreikning á kolefnisspori landshlutans. Verkefnið er í aðalatriðum sambærilegt fyrri verkefnum Environice á þessu sviði, en á síðustu árum hefur Environice einnig reiknað kolefnisspor höfuðborgarsvæðisins, Vesturlands, Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands. Afrakstur verkefnisins er skýrsla sem nýtt verður við áframhaldandi stefnumótun sveitarfélaga á Vestfjörðum í loftslagsmálum.…

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Hornafirði

Environice vann að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði í samræmi við samkomulag aðila þar um. Í ársbyrjun 2022 var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og hófst sú vinna af fullum krafti síðari hluta vetrar. Engin svæðisáætlun hafði verið í gildi fyrir…

Úrvinnslugjald á textíl?

Þann 17. febrúar sl. náðist samkomulag milli Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins um breytingar á rammatilskipun ESB um úrgang, sem m.a. fela í sér að tekin verður upp framlengd framleiðendaábyrgð á textíl. Reyndar er eftir að samþykkja þessar breytingar formlega til að þær taki gildi, en það ætti að vera nánast formsatriði fyrst búið er að ná…