Aðgerðaáætlun um lífræna framleiðslu

Þann 14. september 2022 undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur…

Vöktun við urðunarstað við Hólmavík

Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á…

Vöktun við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði

Árið 2021 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við aflagðan urðunarstað í Kolgrafafirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Eftirlit við urðunarstaðinn tekur mið af fyrirmælum Umhverfisstofnunar um frágang og vöktun, sem gefin voru út 5. desember 2012. en urðunarstaðurinn hefur verið lokaður síðan árið 2011. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum á hverju hausti og…

Aðgerðaáætlunin komin út

Í gær kynnti matvælaráðherra Aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, sem byggð er á tillögum Environice frá því í ársbyrjun 2023. Áætlunin er sú fyrsta á vegum stjórnvalda og var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eitt af áhersluverkefnunum sem þar eru tilgreind er einmitt mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Í aðgerðaáætluninni er sett fram það…

Svæðisáætlun fyrir Vestfirði kynnt

Öll sveitarfélög á Vestfjörðum vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna…

Kolefnisspor Austurlands

Í árslok 2023 samdi Environice við Austurbrú um útreikning á kolefnisspori Austurlands, en verkefninu var ætlað að nýtast sem grunnur fyrir stefnumótun Austurlands í loftslagsmálum. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu, afla tölulegra upplýsinga og leggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem miðar að því að minnka kolefnissporið,…

Vöktun á urðunarstað í Borgarbyggð

Í árslok 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Borgarbyggðar fyrir óvirkan úrgang við Bjarnhóla ofan við Borgarnes. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 16. apríl 2016. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í nærliggjandi læk annað hvort ár og send til efnagreiningar. Environice sér…

Kolefnisspor Norðurlands eystra

Í árslok 2023 samdi Environice við Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands eystra, en samtökin höfðu þá fengið það hlutverk að leggja til svæðisáætlun í loftlagsmálum fyrir landshlutann í samræmi við sameiginlegt markmið aðildarsveitarfélaganna. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnisspori…

Ný handbók um nýtingu sjávarauðlinda í byggingarstarfsemi

Í dag kom út handbókin Marine Biobased Building Materials, en bókin er afrakstur verkefnis sem ráðgjafarstofan Arup hefur unnið að um nokkurt skeið fyrir Norrænu nýsköpunarmiðstöðina (Nordic Innovation). Ein helsta niðurstaða verkefnisins er að nýting byggingarefna úr sjó getur minnkað kolefnisspor byggingariðnaðarins verulega og dregið um leið úr álagi á ýmsar náttúruauðlindir, auk þess að…

Hvatningarverðlaun til lögreglunnar

Lögreglan á Vesturlandi hlaut á dögunum sérstök hvatningarverðlaun Kuðungsins, en Kuðungurinn er árleg umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Verðlaunin voru veitt fyrir framsýni og eftirtektarverðan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, en á síðasta ári var næstum allur bílafloti lögreglustjóraembættisins rafvæddur. Lögreglan á Vesturlandi er fyrst lögregluembætta í Evrópu til að fara í þessa vegferð og hefur…