Sveitarfélagið Hornafjörður vinnur að gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna…
Í nóvember 2023 var gengið frá samningi milli Environice og Fjórðungssambands Vestfirðinga um gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Verkefnið byggir á samþykkt Fjórðungsþings haustið 2022 þess efnis að öll níu sveitarfélögin í fjórðungnum hyggist vinna sameiginlega að áætlunargerðinni. Svæðisáætlun er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í…
Þann 22 desember 2022 undirrituðu Stefán Gíslason og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) samning vegna verkefnisins Flokkun í anda hringrásarhagkerfis, sem er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024. Tilgangurinn með verkefninu var að draga verulega úr magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi og bæta þar með nýtingu auðlinda, m.a. með hliðsjón af…
Environice sér um umhverfisvöktun á nokkrum urðunarstöðum. Staðirnir eru heimsóttir reglulega (mánaðarlega eða einu sinni til tvisvar á ári eftir umfangi), gerðar mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli sigvatns, tekin sýni úr grunnvatni, sigvatni og jarðvegi í samræmi við ákvæði starfsleyfis, sýnum komið til greiningar og gerð skýrsla um niðurstöður og aðrar athuganir. Í einhverjum tilvikum…
Í ársbyrjun 2016 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Dalabyggðar fyrir óvirkan úrgang á Krossholti í landi Höskuldsstaða í Laxárdal. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 9. september 2015. Tekin eru sýni á urðunarstaðnum og í Krosslæk á hverju hausti og send til efnagreiningar. Environice…
Þann 14. september 2022 undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur…
Árið 2014 tók Environice að sér að sjá um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf. í landi Skeljavíkur við Hólmavík, en sambærileg vöktun hafði ekki áður farið fram á svæðinu. Vöktunin er í samræmi við starfleyfi urðunarstaðarins, sem gefið var út af Umhverfisstofnun 10. júlí 2012. Tekin eru sýni við urðunarstaðinn og í Húsadalsá á…
Í gær kynnti matvælaráðherra Aðgerðaáætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu, sem byggð er á tillögum Environice frá því í ársbyrjun 2023. Áætlunin er sú fyrsta á vegum stjórnvalda og var unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Eitt af áhersluverkefnunum sem þar eru tilgreind er einmitt mótun áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Í aðgerðaáætluninni er sett fram það…
Öll sveitarfélög á Vestfjörðum vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna…
Í árslok 2023 samdi Environice við Austurbrú um útreikning á kolefnisspori Austurlands, en verkefninu var ætlað að nýtast sem grunnur fyrir stefnumótun Austurlands í loftslagsmálum. Hlutverk Environice samkvæmt samningnum var m.a. að ráðleggja um aðferðafræði við útreikning á kolefnissporinu, afla tölulegra upplýsinga og leggja fyrstu drög að aðgerðaáætlun sem miðar að því að minnka kolefnissporið,…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.