Sumarið 2023 óskaði framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs eftir því að Environice tæki að sér að leggja mat á ferla sjóðsins varðandi úrvinnslu drykkjarferna og svara ýmsum álitaefnum í tengslum við þessa ferla. Ákvörðun um að framkvæma mat af þessu tagi kom í kjölfar opinberrar umfjöllunar fyrr á árinu þar sem því var haldið fram að meðhöndlun þjónustuaðila…
Environice aðstoðaði sveitarfélög á Norðurlandi, allt frá Hrútafirði í vestri að Bakkafirði í austri, við gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs. Áætlunargerðin er lagaskylda skv. lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, ber skv. lögunum að semja og staðfesta svæðisáætlun em gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn…
Dagana 27.-28. september nk. verður norræn málstofa um eldra fólk og loftslagsmál haldin í Reykjavík. Málstofan er annar verkhluti af þremur í verkefninu Äldre folk och klimat – Nytta för båda två, sem Environice stýrir skv. samningi við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið í samvinnu við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Verkefnið er hluti af formennskuáætlun Íslands fyrir…
Environice hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, samtök og sveitarfélög við útreikninga á kolefnisspori og greiningu tækifæra til að draga úr losun. Stærstu verkefnin á þessu sviði hafa annars vegar falist í útreikningum fyrir heila landshluta og hins vegar fyrir einstakar búgreinar. Niðurstöðurnar hafa nýst við stefnumótun og gerð aðgerðaáætlana. Kolefnisspor búgreina: Kolefnisspor eggja og kjúklinga…
Í vikunni var birt minnisblað Environice um meðhöndlun dýraleifa, sem tekið var saman að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu (sem í reynd er fremur skýrsla en minnisblað) er gefið yfirlit yfir núverandi ráðstöfun dýraleifa á Íslandi, farið yfir gildandi löggjöf um þessi efni, sagt frá helstu áformum…
Öll sveitarfélög á Norðurlandi vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Tillaga að svæðisáætlun, ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012, liggur nú fyrir og gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér…
Árið 2022 vann Environice um tíma að gerð svæðisáætlunar fyrir þrjú sveitarfélög austast á Suðurlandi, þ.e. Mýrdalshrepp, Skaftárhrepp og Sveitarfélagið Hornafjörð. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs ber sveitarstjórn, einni eða fleiri í sameiningu, að semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun…
Í dag undirrituðu Stefán Gíslason framkvæmdastjóri Environice og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samning um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.Áætlunin er unnin í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem áhersla er lögð á öfluga íslenska matvælaframleiðslu. Meðal verkefna sem þar eru tilgreind er tímasett áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem er lykilþáttur í að…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.