Environice aðstoðaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið við umhverfismat Stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Matið var unnið í samræmi við ákvæði laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsáætlunin fjallar um það hvernig eigi að byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum í grennd við ferðamannastaðir, leiðir og svæði. Áætlunin er til tólf ára…
Í dag afhenti framkvæmdastjóri Environice formanni Sambands garðyrkjubænda niðurstöður útreikninga á kolefnisspori íslenskrar garðyrkju, en Environice hefur unnið að þessu verki um nokkurra mánaða skeið fyrir garðyrkjubændur. Niðurstöðurnar sem afhentar voru í dag eru í raun tvenns konar. Annars vegar hefur Environice útbúið reiknilíkan sem gerir einstökum garðyrkjubændum kleift að reikna kolefnisspor búa sinna út…
Árið 2018 reiknaði Environice kolefnisspor laxeldis á Íslandi samkvæmt samkomulagi við Landssamband fiskeldisstöðva, en verkefnið var að stórum hluta fjármagnað með styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis. Markmið verkefnisins var að reikna kolefnisspor laxeldis á Íslandi með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum og útbúa notendavænt reiknilíkan sem gerir einstökum framleiðendum kleift að reikna kolefnisspor sitt og ávinning af tilteknum mótvægisaðgerðum.…
í dag hélt Stefán Gíslason erindi um innleiðingu Sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna á ráðstefnu í Ystad í Svíþjóð. Ráðstefnan er hluti af norrænu verkefni undir yfirskriftinni Attractive Nordic towns and regions, en þetta er verkefni sem norsk stjórnvöld hleyptu af stokkunum á árinu 2017 þegar Norðmenn gengdu formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Alls taka 16 norræn sveitarfélög…
Í dag var undirritaður samningur á milli Environice og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um útreikning á kolefnisspori Norðurlands vestra í heild. Samkvæmt samningnum felst verkefnið í greiningu á helstu orsakavöldum kolefnislosunar í fjórðungnum, svo sem í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði, neyslu íbúa o.fl. Að þeim niðurstöðum fengnum verða greindir möguleikar á annars vegar…
Framtíð úrgangsmála var til umræðu í fundaferð Stefáns Gíslasonar um norðanverða Vestfirði í gær, mánudag, en fundirnir voru skipulagðir af Vestfjarðastofu. Á fundi í Bolungarvík með sveitarstjórnarmönnum frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað var rætt um hugmyndir um byggingu sorporkustöðvar á svæðinu og farið yfir helstu tækifæri og ógnir sem fylgja slíku verkefni. Eftir það var fundað…
Stefán Gíslason fjallaði um loftslagsmál í skipulagsáætlunum í erindi sínu á hinum árlega Skipulagsdegi sem Skipulagsstofnun stóð fyrir í Gamla bíói í gær í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Skipulagsdagurinn var að þessu sinni að mestu helgaður fyrirhugaðri endurskoðun á landsskipulagsstefnu, en samkvæmt tilmælum núverandi umhverfisráðherra verður bætt í stefnuna sérstökum áherslum varðandi loftslagsmál, landslag…
Í síðustu viku kynnti umhverfis- og auðlindaráðuneytið nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030. Áætlunin er unnin af sérstakri verkefnisstjórn, en Environice veitti faglega ráðgjöf við verkið. Ráðist var í gerð áætlunarinnar á síðasta vetri í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að…
Vorið 2018 veitti Environice umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar um loftslagsmál í samræmi við sáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf frá því í nóvember 2017. Hlutverk Environice var m.a. að aðstoða verkefnisstjórn aðgerðaáætlunarinnar, svo sem með því að afla upplýsinga, setja fram og þróa tillögur um aðgerðir, leggja lauslegt…
Eins og flestir vita tekur karlalandslið Íslands þessa dagana þátt í Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Hitt vita e.t.v. færri að áður en lagt var af stað var gengið frá samningum um kolefnisjöfnun á ferð landsliðsins og aðstoðarmanna þess. Birna Sigrún Hallsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Environice átti hugmyndina að þessu og kolefnisjöfnunin var formlega staðfest á Bessastöðum 6. júní…
Þessi vefur notar vafrakökur (cookies) til að tryggja sem besta upplifun þegar hann er skoðaður. Þessi borði hverfur þegar þú samþykkir notkun. Þú getur breytt stillingum á kökum hvenær sem er.